Fjölmiðlar freistast til að fækka hálaunuðu fólki, sem kann til verka. Ráða í staðinn svonefnd fréttabörn á lágu kaupi. Þetta lítur vel út í excel, en endar illa í raunheimi. Við sjáum afleiðingarnar, sem Eiður Guðnason bloggar um. Allt frá bommertum í stafsetningu yfir í skort á kunnáttu í landafræði, sagnfræði og annarri þekkingu. Með slíkum sparnaði lækka fjölmiðlar staðal sinn. Efla vanþekkingu og leyfa innreið siðblindu. Dæmi um það er auglýsing Andra Freys Viðarssonar á hamborgurum. Með sama áframhaldi verður fjölmiðlun að skrípó fréttabarna, markaðsbarna, dagskrárbarna og einkum siðblindingja.