Umræðan er andsnúin

Fjölmiðlun

Til að umræða hefjist um mál þarf að vera framboð skoðana, sem fela í sér rök eða dæmi. Ef rök eða dæmi vantar, er skoðunin bara neyðaróp, sem segir fátt. Svo sem: SDG er frábær. SDG er meðetta. Og svo framvegis. Betra er að koma með tvö-þrjú rök eða tvö-þrjú dæmi, sem hægt er að ræða. Þannig er umræða á kaffihúsi og þannig er hún oftast líka á fésbók. Þar má sjá, að umræðan er afar andsnúin nýjum stjórnarmeirihluta og stuðningsmenn sýna litlar varnir. Bloggið og fésbókin eru að vísu ekki þjóðin, ekki frekar en búsáhaldabyltingin var. En flytja straum skoðana, sem smám saman síast inn.