Latur herra – lítil hey

Punktar

Ráðherrarnir eru fæstir verkmenn og þeir mikla fyrir sér verkefnin. Fjármála telur erfitt að hafa frumvarp til fjárlaga tilbúið, þegar alþingi hefst í haust. Honum finnst þetta vera einstæð vandræði, sem tengist kosningunum, og vill fresta þinghaldi í þrjár vikur. Staðreyndin er hins vegar, að ráðherrar klóra sér í hausnum. Vita ekki, hvað þeir eiga að gera við loforðin. Né heldur vita þeir, hvernig þeir eiga að finna fé til að hygla kvótagreifum. Meint tímaþröng þeirra er sjálfskaparvíti. Lög segja hins vegar, að alþingi skuli byrja 10. september. Að hausti verður sagt: Latur herra – lítil hey.