Kosningaloforð Framsóknar um 90% húsnæðislán leiddi til geigvænlegs tjóns Íbúðalánasjóðs. Örlagaárið var 2004, þegar Framsókn og Sjálfstæðis voru við völd. Þrír fáráðlingar Framsóknar komu að málinu, Árni Magnússon ráðherra, Guðmundur Bjarnason, fyrrum ráðherra og síðan sjóðsstjóri, svo og Hallur Magnússon þróunarstjóri sjóðsins. Af þessu rugli verður alls 300 milljarða tjón skattgreiðenda. Nú eru horfur á endurtekningu. Ný stjórn Framsóknar og Sjálfstæðis er í höndunum með heita kartöflu ofurloforða Framsóknar um feita tékka út og suður. Það stendur upp á Bjarna Ben að stöðva rugl Framsóknar.