Sama gamla Ísland

Punktar

Þótt Framsókn hafi tapað stuðningi frá kosningum, hefur fylgi Sjálfstæðis aukizt að sama skapi. Í heild hefur ekkert breytzt. Þótt ríkisstjórnin hafi gefið greifum forgang fram yfir almenning, styðja fíflin hana enn. Meira að segja eru tvöfalt fleiri kjósendur ánægðir með Sigmund Davíð en þeir, sem eru óánægðir. Fólk hefur einfaldlega fengið það, sem það kaus, og er sátt. Varla þriðjungur þjóðarinnar hugsar. Mikill meirihluti er sauðfé, sem er fráhverft pólitík og kýs bara eins og því er sagt. Því finnst eðlilegt, að fé sé fært frá aumingjum til greifa. Svona er Ísland og hefur ætíð verið.