Fjölmiðlarnir malaðir

Fjölmiðlun

Helztu bloggarar og fésbókarar hafa lestur, sem jafnast á við fjölmiðil. Og þetta er lesinn texti, sem menn sækja, en ekki skoðun, sem flett er yfir. Séu tíu helztu bloggarar og tíu helztu fésbókarar taldir saman er þar komin öflug sveit. Öflugri en sumir hefðbundnir fjölmiðlar, öflugri en til dæmis Mogginn. Þegar ofsaríkir hagsmunaaðilar ná tökum á fjölmiðlum, er því enginn harmur kveðinn að okkur. Vægi fjölmiðlanna minnkar bara við að segja okkur falskar eða engar fréttir. Við sjáum réttar í bloggi og fésbók. Líklega er  pólitískt vægi Láru Hönnu Einarsdóttur einnar svipað og alls Morgunblaðsins.