Hinn þögli meirihluti er þungur á metunum í kosningum. Hann er margs konar, pólitískir fávitar eru fjölmargir. Einnig alls konar þegnar, sem engan áhuga hafa á pólitík og fylgjast lítið sem ekkert með. En fara á kjörstað af ýmsum ástæðum. Til dæmis af gömlum vana, af fylgni við pólitík vinnuveitanda eða til að gleðja vini og ættingja. Álitsgjafar hreyfa lítið við þessu fólki. Pólitískt þroskaðir borgarar eru minnihluti, líklega innan við þriðjungur. Raðast á flokka með ýmsum hætti, en fylgist nógu vel með til að verða fyrir áhrifum. Pólitísk barátta snýst um þann þriðjung, borgara fremur en þegna.