Sjálfstæðisflokkurinn var annar í gamla daga, þegar ég var á þrítugsaldri. Á tíma Bjarna Ben eldri voru verkalýðsleiðtogar áhrifamiklir í flokknum. Þar voru Pétur Sigurðsson, Björn Þórhallsson og Guðmundur Garðarsson. Stétt var með stétt. Auðmenn flokksins skildu, að sátt þurfti milli þjóðfélagshópanna. Flokkurinn var ekki grimmur. Þetta breyttist með aðkomu Davíðs Oddssonar og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Græðgin varð að stefnu og hugsjón. Græðgi er góð, sagði Hannes. Taumlaus græðgi varð leiðarljós auðgreifa flokksins. Sjónarmiðum verr stæðra var svo kastað út á hafsauga í tíð Bjarna Ben yngri.