Þótt flautublásari hafi fengið tímabundið skjól á flugvelli í Moskvu, eru mannréttindi á útleið í Rússlandi. Dæmi um alræðisfíkn Pútíns eru ofsóknir lögreglu hans gegn rannsóknablaðamanninum Alexei Navalny, sem býður sig fram til borgarstjóra í Moskvu. Skrítnasta dæmið er þó dómsmálið gegn braskaranum Sergei Magnitsky. Hann lézt nefnilega fyrir nokkrum árum í fangelsi Pútíns vegna ósæmilegrar meðferðar og skorts á læknisaðstoð. Reiði Pútíns nær því yfir gröf og dauða. Á Vesturlöndum falla mál niður við andlát sakbornings. En í ríki alræðis er Pútín eins og Stalín herra yfir lifandi og dauðum.