Hægt og raunar sanngjarnt er að gera lífeyrissjóðina sjálfbæra. Vegna hærri lífaldurs er eðlilegt að hækka eftirlaunaaldur upp í 70 ár, einnig hjá opinberum starfsmönnum. Líka er eðlilegt að lækka útgreiðslur til opinberra úr 76% í 56% meðalævitekna eins og hjá öðrum lífeyrissjóðum. Í þriðja lagi ber ríkinu að standa við árlegar skuldbindingar sínar. Að svo miklu leyti sem þessar ráðstafanir duga ekki, er til viðbótar hægt að auka inngreiðslur í sjóðina umfram þessi 12%, sem nú gilda. Þar sem hlutfall vinnandi fólks lækkar sífellt, er gegnumstreymi hins vegar óráð. Það verður ósjálfbært og vinnandi fólk mun að lokum segja: Við borgum ekki.