Ungir kokkar salta meira en feðurnir, eins mikið og afarnir gerðu. Líklega er byrjað að kenna ofsöltun í hótelskólanum. Ég verð í auknum mæli var við þetta á veitingahúsum. Sérstaklega er það í fiski, sem er viðkvæmur í bragði og þolir litla kryddun. Sé hann ofsaltaður, verður bara saltbragð að honum. Núna er ég farinn að biðja sérstaklega um, að hófs sé gætt í saltinu. Hefur takmörkuð áhrif, hann kemur samt ofsaltaður. Hugsanlega starfa bragðlaukar öðruvísi hjá þeim, sem aldir eru upp á salthnetum og frönskum kartöflum. En hæfileg stutteldun á fiski nýtist aðeins í bragði, ef hófs er gætt í salti.