Félagslegur rétttrúnaður í málfari breytist eftir aðstæðum. Langt er síðan fólk fór að nota orð á borð við vitleysingur til að lýsa frati á skoðanir. Með aukinni áherzlu á verndun þeirra, sem minna mega sín, var slíkt orðalag talið vera móðgun við geðfatlaða og greindarskerta. Árin hafa liðið og farið er að greina persónuvanda í sérhæfða sjúkdóma. Núna leyfir því félagslegur rétttrúnaður, að almenn orð á borð við vitleysingur notist sem skammaryrði. Séu menn næmir fyrir félagslegum rétttrúnaði, lenda þeir í textavanda. Móðga ég halta og blinda með að segja um Framsókn, að “haltur leiði blindan”?