Frosti Sigurjónsson framsóknarþingmaður er einn virkasti félaginn í vefhópi um “Eftirlit með hlutleysi RÚV”. Hann lemur þar á Ríkisútvarpinu og heimtar flokkapólitíska ritskoðun á efni þess. Hinn virkasti félaginn í þessum hópi er Hafþór Gunnarsson, sem lýsir andstöðu við múslima, mosku og innflutning útlendinga. Aðrir liðsmenn hópsins saka útvarpið um ómaklegar fréttir af Ísrael og andstöðu við bandarísku teboðshreyfinguna. Frosti fer semsagt fyrir svartasta afturhaldinu í umræðunni. Mér fannst hann koma skuggalega fyrir í kosningaskrumi Framsóknar, en virðist þó verri núna en ég hélt þá.