Var án netsambands á fjöllum í tvær vikur í júlí. WordPress sá um að dæla niðursoðnu bloggi á netið. Kannski hef ég það svona, þegar ég er dauður. Dæli áfram pistlum eins og enginn hafi orðið héraðsbresturinn. Í mörgum okkar býr fortíðarþrá hundrað kynslóðir aftur í tímann. Þá áttu forfeður okkar heimili sitt á hrossum, fluttu sig daglega í nýjan haga við nýtt vatnsból. Maður, hestur, slóð og sjóndeildarhringur renna saman í eina heild. Allt annað verður óraunverulegt og hverfur. Enginn bíll og ekkert hús. Svo svík ég fortíðardrauminn og fer beint á kaffihús í hverfi 101.