Eftirlit í skötulíki

Punktar

Eftirlit með atvinnulífinu hefur jafnan verið í skötulíki. Lög og reglur um eftirlit skortir frambærileg viðurlög. Forstjórar eftirlitsstofnana valdir til að tryggja, að eftirlitið gangi skammt. Dæmi um ömurlegt eftirlit eru Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, Fjármálaeftirlit, Samkeppniseftirlit og Landlæknisembætti. En þetta ófremdarástand nægir ekki ríkisstjórninni. Hún ráðgerir að draga þær fáu tennur, sem enn eru í skolti eftirlitsstofnana. Aftökusveit undir forustu Vigdísar Hauksdóttur hyggst skera niður framlög til eftirlits. Auka þannig svigrúm viðskiptabófa til að efna í nýtt hrun.