Hættulegri en múslimar

Punktar

Flest helztu hryðjuverk í Bandaríkjunum hafa verið framin af hægri sinnuðum öfgamönnum á teboðsarmi repúblikana. Þar á meðal eru morðin í musteri Sikha í Wisconsin, Georg Tiller morðið, skotárásin við Únitarakirkju í Knoxville, John Britton morðið, sprengjutilræðið á olympíuleikunum í Atlanta, Barnett Slepian morðið, Brookline sprengjutilræðið, árásin á IRS húsið í Austin, Alan Berg morðið og Oklahoma City sprengjutilræðið, þar sem 168 dóu og 600 slösuðust. Öfgahægrið og teboðshreyfingin eru hættulegri en múslimar. Samt beinist vænisýki bandarísku forsetaskrifstofunnar eingöngu að múslimum.