Í Bretlandi geta menn sótt á pósthúsið öll eyðublöð um rekstur gistingar. Hér þurfa menn að fara á marga staði. Kerfið þarf að einfalda aðkomu fólks að skrifræðinu. Eyðublöðin eiga líka að sýna, hvaða hlutir þurfi að vera í lagi til að rekstur gistingar sé heimill. Smákóngar eiga ekki heldur að hafa færi á að vísa hver á annan eða upp og niður í kerfinu. Ráðuneytin eiga að stöðva það með handafli. Úrskurða til dæmis samdægurs, hvort heilsukostnaður falli á Landsspítalann eða Tryggingastofnun. Smákóngar mega ekki segja, að gat sé í kerfinu eins og gat sé náttúrulögmál. Ráðuneyti eiga strax að stífla göt.