Klúðra þeir kvótunum?

Greinar

Deilurnar um kvótakerfi fiskveiða eru farnar að taka á sig broslega mynd. Sérstaklega er gaman að kenningunni um, að verið sé að þjóðnýta þorskinn og að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þannig svikið málstað frjálshyggjunnar.

Þetta hlýtur að vekja hugsun um, hver eigi þorskinn um þessar mundir, rétt áður en hann verður “þjóðnýttur”. Ekki er ljóst, hvort það eru sjómennirnir, skipstjórarnir, skipin eða framsóknarhafnirnar. Og hvað með Sölumiðstöðina?

Ef tekið er mið af öðrum fiskistofnum, sem miðstýrðir hafa verið á vegum þjóðnýtingarhugsjónar Sjálfstæðisflokksins og nokkurra annarra flokka, sýnist ljóst, að í þjóðfélaginu sé þegjandi samkomulag um kvótastefnu.

Þegar ríkisstjórnin leggur til, að útvegsmönnum sé gefin þessi þjóðareign í hlutfalli við veiði skipstjóra þeirra og sjómanna á undanförnum þremur árum, er hún ekki að þjóðaýta þorskinn, heldur gefa hann mönnum úti í bæ.

Nær væri að selja það, sem eftir er af þorskinum, eftir að sjómenn, skipstjórar, framsóknarhafnir, útgerðarmenn, sölumiðstöðvar, sjávarútvegsráðherrar og stjórnmálamenn hafa klappað honum mildilega í lögreglubílum sínum, skuttogurunum.

Langt er síðan Kristján Friðriksson benti greindastur manna á, að rétt væri að selja gamansömum útgerðarmönnum þessa lands hinn sögufræga þorsk á uppboði, þar sem hnossið fengju þeir, sem bestan hefðu reksturinn og hæst gætu boðið.

Enginn hefur haldið fram, að Kristján hafi í þessu frekar en öðru verið að ganga erinda Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Hins gæti þó meðal einkaframtaksmanna, að ekkert óttist þeir meira en framtak þeirrar stofnunar.

Engu máli ætti að skipta, hvort miðstýringin heitir kvóti, veiðileyfi eða auðlindaskattur, bara ef hún er ekki miðstýring. Og það er einmitt kjarni vandamálsins, að þjóðin veit ekki, hvort verið sé að opna nýja skömmtunarstofu.

Grundvallargallinn að baki kvótafrumvarpsins, sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram, að því er virðist gegn eigin vilja, er, að í sjálfu sér fjallar framvarpið ekki um málið sjálft, of stóran fiskiskipaflota.

Grínistana í hópi útgerðarmanna má grisja á annan hátt, til dæmis með því að leyfa þeim að verða gjaldþrota, eins og þeir eiga margfaldlega skilið. Og eru þá ekki undanskildar útgerðir kaupfélaga og sveitarfélaga.

Hitt væri fáránlegt að lögfesta hverju skipi afla, sem gulltryggir, að það geti ekki staðið undir sér. Þess vegna er kvótakerfið stórhættulegt, nema það feli í sér, að þorskurinn geti gengið kaupum og sölum, leigum og lánum.

Gagnrýnendur spyrja réttilega, hvort ekki sé nær að miða kvótann við sjómenn eða skipstjóra, hafnir eða stjórnmálaflokka. Af hverju á að gefa skipunum einum hina sameiginlegu, fyrrverandi auðlind þjóðarinnar?

Að tala hins vegar um kvóta á aflaverð er hins vegar jafngaman og að tala um þjóðnýtingu þorsksins. Kvóti á aflamagn, fremur en á aflaverð, hlýtur einmitt að kalla á mestu hugsanlegu aflagæði til að koma tekjunum upp í hámark.

Slæmt er, að þingmenn hafa engan tíma til að fjalla um einstakar hliðar nauðsynjamáls kvótaskiptingarinnar. Verst er þó, að þeir eru vísir til að banna einu glóruna í kvótunum, hina frjálsu verzlun – með klinki í tóman ríkissjóð.

Þeir geta klúðrað þessu eins og öðru.

Jónas Kristjánsson.

DV