Of mikið er gert af því að æsa sig upp út af skoðunum. Þær eru skoðanir, ekki annað, ekki lög eða reglugerðir. Í góðu lagi er, að þekktur hommahatari komi til landsins og prediki yfir róttækum sértrúarsöfnuðum um pípulagnir í mannslíkamanum. Trúarbrögð eru hefðbundið klósett fyrir rugl. Hins vegar er ófært, að þjóðkirkjan taki þátt í rugli Franklin Graham. Hún baðst að vísu afsökunar á frumhlaupinu, en þarf að ganga lengra. Einnig þarf að upplýsa, hverjir störtuðu ruglinu og hverjir kosta það. Um þetta snýst málið, en ekki um, hvort fólk megi hafa undarlegar skoðanir og predika þær sértrúarfólki.