Pútín er hinn versti bófi, sem rekur auðræði mafíósa í Rússlandi undir blæju lýðræðis. Ekkert þýðir þó fyrir Obama að siða hann, því að Pútín segir bara: Étt’ann sjálfur, skúraðu heima hjá þér. Vandi lýðræðis í Bandaríkjunum er svo augljós, að Obama hefur ekkert siðapredikunarvald. Minni bara á Manning og Snowden. Sama er um samskipti Evrópusambandsins við erkibófann Orbán í Ungverjalandi. Reynt er að siða hann, en hann segir bara: Étt’ann sjálfur, skúraðu heima hjá þér. Evrópa notar upplýsingar Snowden, en neitar honum um yfirflug. Vestrænt siðavald er horfið, Vesturlönd hunza eigin siðareglur.