Frá upphafi kosningabaráttu Barack Obama sá ég, að hann mundi verða til vandræða. Ég skrifaði 10. febrúar 2008: “Barack Obama er skósveinn hinna ofsaríku, sem borga kosningaslagi. Þeir dá hann mest allra, því að þeir vita, að hann mun gæta vel hagsmuna þeirra. Hann er fullur af innantómu orðskrúði, sem fer vel í kjósendur. Án efa mesti lýðskrumari heims um þessar mundir.” Ég hafði sömu tilfinningu fyrir honum og ég hafði löngu fyrir kosningar, að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson væri mesti lýðskrumari landsins um þessar mundir. Hálfrar aldar fréttanef finnur bófalyktina langar leiðir.