Tregar í gang

Punktar

Fyrir kosningar átti að leysa skuldavanda heimilanna strax eftir kosningar. Á sumarþinginu sást, að loforð Framsóknar var ekki framkvæmanlegt. Vakið var upp gamalkunnugt þjóðráð um að skipa nefnd í málið. Hins vegar var sumt gert strax fyrir ríka fólkið, auðlegðarskattur afnuminn og auðlindarenta lækkuð. Enga nefnd þurfti í það. Svo fóru ráðherrarnir í frí. Síðan eru liðnir tveir mánuðir. Þeir eru að tínast inn aftur með stírur í augum. Í ljós kemur, að nefndirnar eru ekki byrjaðar að starfa. Hvorki nefnd um lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána né nefnd um afnám verðtryggingar neytendalána.