Illa við skammstafanir

Punktar

Von er, að pólitískum bófum sé illa við erlendar skammstafanir. Þær sýna, að bófarnir eru ekki í neinum fötum. Bófarnir ljúga því upp furðusögum um skort Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á skilningi á íslenzkum aðstæðum. Hann er ekki að heimta helmings samdrátt á spítölum. Hann leggur bara til 1,5% sparnað í heilsumálum og 1,5% í skólamálum. En hann leggur líka til sparnað í styrkjum til landbúnaðar. Og það er auðvitað dauðasök að mati Sigmundar Davíðs og Bjarna. Staðreyndin er, að útlendingar þekkja vel aðstæður hér á landi. En bófaflokkarnir vilja fá að stunda sitt gerræði í friði fyrir útlandinu.