Skrítnustu svör, sem ég hef lengi heyrt, eru í viðtali Ríkisútvarpsins við stjórnarformanninn í Árborg. Vegna landsins hæsta fráveitugjalds í landsins verst ræmda klóakbæ. Ég prentaði viðtalið til að reyna að skilja, hvað Eyþór Arnalds væri að reyna að segja. Skildist, að háa gjaldið stafaði af, að bæjarstjórnin þyrfti að áætla svo mikið. Það kostaði jafnvel milljarða að velta frágangi klóaka fyrir sér og undirbúa hreinsistöð. Svona þvæla menn út í eitt og vilja láta telja það gott og gilt. Of mikið er um, að pólitíkusar komist upp með að ramba út og suður í fjölmiðlum til að rugla fólk í ríminu.