Það var ekki þjóðin

Punktar

Ungt fólk með snjallsíma gerði uppreisn á Tahir-torgi í Kairó fyrir tveimur árum. Það töldu fjölmiðlar og leyniþjónustur vera þjóðaruppreisn. Afkvæmi herforingjanna voru þarna og herforingjarnir lyppuðust niður. Síðan voru haldnar lýðræðislegar kosningar. Í ljós kom, að egypzka þjóðin var allt önnur. Hún bjó ekki í Kairó, heldur í íhaldsþorpum. Þar útdeildi moskan velferð og predikaði myrkasta afturhald. Bræðralag múslima er eins konar Framsóknarflokkur og flykktist á kjörstað að kjósa Mohamed Morsi. Nú er hið rétta Egyptaland að sýna tennurnar og vestrið veit ekki sitt rjúkandi ráð.