Kvosin er stífluð

Punktar

Hornið á Aðalstræti og Vesturgötu stíflast hvað eftir annað af rútum. Meðan svo er, gamnar borgarstjórn sér við nýtt risahótel við Austurvöll. Að því er virðist til að gleðja ofvirka verktaka. Allir, sem sjá vilja, sjá samt, að meira en nóg er komið af hótelum í kvosina. Sá litli blettur þolir ekki meira af hótelum með tilheyrandi rútum, jeppalestum og umferðaröngþveiti. Nú þarf að segja stopp. Reisa má hótel við Ánanaust og Þverholt, en ekki fleiri í elzta hluta bæjarins. Borgarstjórnin verður að hrista af sér ræfildóminn og hætta að láta teyma sig á asnaeyrunum. Alls ekki fleiri hótel í kvosina.