Latur og saddur

Punktar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þótti latur á Ríkisútvarpinu í gamla daga, var sagt nýlega í viðtali. Nú kemur hann Birni Þorlákssyni fyrir sjónir sem nývaknaður og bólginn af syfju, með munninn fullan af mat. Ekki fer neitt fyrir efndum kosningaloforðanna, þeirra, sem átti að framkvæma strax. Þau voru sett í nefndir, sem kannski taka einhvern tíma til starfa. Hins vegar var rokið í að þjónusta auðgreifa og kvótagreifa. Síðan var gerð árás á Ríkisútvarpið, sem hafði þó nýlega verið hrósað í stefnuskrá flokksins. Ég held, að SDG sofi mest og Frosti sé við stjórnvölinn. Sem væri hálfu verra.