Óvissutímar eru runnir upp í fjölmiðlun. Hefðbundnir fjölmiðlar hafa glatað tekjum og áhrifum. Unga fólkið les hvorki dagblöð né horfir á sjónvarp. Í staðinn hafa komið nýir og óreyndir fjölmiðlar, sem enn hafa hvorki fundið sér fjárhagsgrunn né valdastöðu. Hliðvarzla fjölmiðlunga er rofin og kaos amatöra er komin í staðinn. Hefðbundnir fjölmiðlar eru hættir að geta sagt fólki, hvað það á að vilja eða velja. Hvorki blogg né fésbók brúa gjána. Úr þessari kaos mun rísa ný fjölmiðlun, sem enn hefur ekki fundið sér farveg. Námskeið mín í fjölmiðlun gera fólk að atvinnumönnum þessara nýju tíma. Sjá www.jonas.is