Sóðar ganga lausir

Punktar

Hreinlæti í vinnslu íslenzkra matvæla er lélegt. Reglur eru hér slappari en í Evrópu og eftirlit hálfu vera. Til dæmis er þar litið eftir 300 hættulegum efnum, en hér bara 63. Ríkið er þekktara fyrir að hylma yfir framleiðendum en að koma upp um þá. Munur Evrópu og Íslands fer vaxandi og endar með, að Ísland fer á svartan lista. Þjóðsagan um hreinleika íslenzkrar búvöru er bull frá a til ö. Í fjölmiðla hafa lekið fréttir af kadmíum og iðnaðarsalti með þungamálmum í matvælum. Matvælastofnun hunzar reglugerðina um merkingar erfðabreyttra matvæla. Dýralæknir í hlutverki ráðherra ætti að vita, en vill ekki.