“Ríkisútvarpið gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi með aðhaldi og hlutlægri umfjöllun um íslenskt samfélag.” Svo sagði Framsókn í febrúar á flokksþingi sínu, fyrir hálfu ári. Eftir kosningar umhverfðist flokkurinn. Fyrstu merki þess var fésbókarsíða, sem Frosti Sigurjónsson stofnaði. Þar hefur síðan verið birtur stanzlaus óþverri um Ríkisútvarpið. Svo kom Vigdís Hauksdóttir með harkalegar ásakanir í garð þess. Sigmundur Davíð hefur látið sér þessa kúvendingu vel líka. Neitaði beinlínis að setja ofan í við órólegu deildina. Hvað segja flokksþingsmenn um óvæntan óhroða Frosta og Vigdísar?