Orðhengill í bankaráði

Punktar

Björn Valur Gíslason er í bankaráði Seðlabankans. Segist ekki vera í stjórn hans, hugsanlega vegna þess að orðin ráð og stjórn hljóma misjafnt. Samt er þetta sami hluturinn. Björn Valur er í stjórn Seðlabankans, þótt hann segi annað. Orðhengilshátturinn er dæmigerður í senn fyrir öngþveitið í umræðu pólitíkusa og fyrir siðblindu þeirra, sem lengst ganga. Skynsamlegt væri af Steingrími Sigfússyni að losa Katrínu Jakobsdóttur við þessa leif af sinni formannstíð. Björn Valdur er bara brottkast. Hann mun valda Vinstri grænum meiri vanda, leiki hann áfram lausum hala í skrifum í umboði flokksins.