Þokan smýgur um allt

Punktar

Heppilegt er, að stjórnarflokkarnir hafi misjafnan skilning á loforðum og sáttmála sínum. Enn betra er, að menn deili um þetta innan stjórnarflokka. Því meira, sem þeir þrugla út og suður, þeim mun meiri líkur eru á, að þokan leggist yfir allt þjóðfélagið. Kannski berst þokan líka til útlanda og það væri bezt af öllu. Hugsið ykkur, ef Evrópusambandið geti ekki áttað sig á, hvort aðlögunar- eða aðildarferli sé á ís eða í salti eða í kistu. Þokan gefur svigrúm til að auka þrasið. Kannski áttar Evrópa sig á, að skelfilegt væri að fá meira af pólitískri þrætubók Íslendinga til meginlands Evrópu.