Þegar nýr meirihluti tekur við völdum eftir alþingiskosningar, þarf auðvitað að breyta ýmsu. Til dæmis formlegri ákvörðun um samninga um Evrópuaðild. Það gerir nýr meirihluti alþingis með nýrri þingsályktun um málið. Til dæmis um að setja það á ís eða í líkkistuna. Slík sinnaskipti fara ekki bara fram í heilabúi utanríkisráðherra, heldur í þeirri stofnun, sem ákvað viðræður á sínum tíma. Það er að segja alþingi. Utanríkisráðherra getur ekki sparað sér ómakið. Alþingi þarf að taka nýja ákvörðun í stað hinnar fyrri. Þingræðið virkar þannig, en ekki með nafnlausu lögfræðiáliti í utanríkisráðuneytinu.