Hamfarir dagblaða

Fjölmiðlun

Dagblöð hafa á skömmum tíma sætt fjölbreyttum hamförum. Ég man vel, þegar götusala blaða fór að bila víða um heim. Þá skellti DV sér yfir í áskrift að hornsteini og náði að bjarga sér. Síðan komu fríblöðin, sem voru ekki lesendadrifin, heldur dreifingardrifin. Þá versnaði staða áskriftarblaða. Tók þátt í stofnun Fréttablaðsins. Það hefur lengi gengið vel fjárhagslega, meðan áskriftarblöðin hafa verið rekin með tapi. Nú sækir veraldarvefurinn gegn útgáfu, sem áður var á flótta úr götusölu um áskrift yfir í fríblöð. Ögrun dagblaða stafar frá veraldarvefnum, sem hefur klófest fréttaflutning.