Þjóðin fær ekkert

Punktar

Auður á Íslandi varð ekki til vegna heiðarlegrar samkeppni. Nánast allur er hann til kominn vegna aðstöðu og forréttinda. Fyrir sextíu árum var þetta gert með skömmtun, Fjárhagsráði, innflutnings- og útflutningsleyfum. Úr þessu urðu svonefnd helmingaskipti milli SÍS og heildsala. Eftir Viðreisn fólust forréttindi mest í fáokun tveggja-þriggja fyrirtækja, til dæmis í benzíni. Með skömmtun lóða var nýjum aðilum meinuð innkoma. Síðast var svo smíðað kvótakerfi, sem úthlutaði greifum aðgang að auðlindum. Vel er tryggt, að nýr auður renni í hendur ríkjandi handhafa auðs. Þjóðin fær svo ekkert.