Jaðarmenn látnir skera

Punktar

Athyglisvert er, að Bjarni Benediktsson hefur skipað hagfræðilega jaðarmenn í nefnd um minna eftirlit með atvinnulífinu. Í fyrsta lagi er athyglisvert, að minnka eigi eftirlit, sem reyndist vera of lítið í hruninu. Í öðru lagi er athyglisvert að fá í það tvo einkavinavæðingarsinna. Annar er Þráinn Eggertsson úr Eimreiðarhópi frjálshyggjunnar. Hinn er mesti málsvari kvótagreifa og niðurskurðar á velferð, Ragnar Árnason, formaður nýju nefndarinnar. Eindregið er stefnt að nýrri blöðru og nýju hruni. Undir forustu þeirra, sem lengst vilja ganga í að láta bófana leika lausum hala.