Leyniþjónustur Vesturlanda, einkum Bandaríkjanna og Bretlands, hafa vaxið löglegum stjórnvöldum yfir höfuð. Leika lausum hala og láta ríkisstjórnum í staðinn í té þær fullyrðingar, sem þær þykjast þurfa. Segi leyniþjónusta, að tiltekinn bófi í þriðja heiminum beiti efnavopnum gegn eigin þjóð, er það marklítið. Einu sinni lugu leyniþjónustur, að bófi í Írak þróaði kjarnavopn. Við vitum, hvernig það fór. Bófi í Sýrlandi getur verið trylltur, en ekki af því að vestræn leyniþjónusta segi það. Siðferðisgrunnur vestrænna afskipta af gangi heimsmála hefur endanlega verið rofinn. Vestrið sjálft er siðblint.