Blaðamennska býður þeim margvísleg tækifæri, sem áhuga hafa á fjölmiðlun á miklu breytingaskeiði. Að vísu sæta hefðbundnir fjölmiðlar vandræðum vegna breytinganna, en nýir koma í staðinn. Höfum eignast ýmis nýyrði, margmiðlun, nýmiðlun, vefmiðlun. Kostnaður við nýja fjölmiðla hefur hrunið. Tæki og hugbúnaður kosta brot af því, sem var fyrir fáum árum. Menn geta komið upp búnaði, sem um aldamótin var bara á færi voldugra kvikmyndavera. Við slíkar aðstæður verður mikið rót í faginu. Þeir, sem kunna á nútímann, hafa glæst tækifæri. Námskeið mín í fjölmiðlum kenna þér rétta lagið. Sjá hér til hægri.