Geri vesturveldin loftárás á hernaðarlega mikilvæga staði í Sýrlandi, þarf að hugsa framhaldið. Átta sinnum hafa vesturveldin ráðizt á múslimaríki á síðustu fimmtán árum. Hver er reynslan? Hún er, að árás er bara upphaf að lengra og blóðugra ferli. Er meiningin að sprengja Assad? Að hindra beitingu efnavopna í borgarastríðinu? Að gera uppreisnarmönnum kleift að sigra? Hver talar fyrir uppreisnarmenn? Vestrænar leyniþjónustur ljúga að fjölmiðlum um stöðu mála. Þær njóta einskis trausts. Liðin er sú tíð, að vesturveldin eða Bandaríkin geti litið á sig sem heimslöggu. Slíkt tal virkar bara alls ekki.