Vigdís verði ráðherra

Punktar

Eðlilegt er, að Vigdís Hauksdóttir verði fimmti ráðherra Framsóknar, hvort sem er í umhverfisráðuneytinu eða annars staðar. Hún hefur um langt skeið verið duglegasti málsvari flokksins á þann hátt, að eftir hefur verið tekið. Hún er þar að auki úr öflugasta kjördæmi flokksins. Framsókn er að færa sig yfir á hægri kant stjórnmálanna með áherzlum frá teboðshreyfingunni og úr útlendingahatrinu. Þjóðremba Vigdísar fellur vel að kjósendum, sem láta sig litlu skipta fótaskort hennar á tungunni. Hún verður erfiður ráðherra, en endurspeglar hina endurfæddu Framsókn betur en aðrir þingmenn flokksins.