Ferillinn er sérstæður. Aðra vikuna skera stjórnarflokkarnir tekjur ríkisins og hina vikuna kenna þeir fyrri stjórn um peningaleysið. Svona tekur hver vikan við af annarri. Ríkisstjórnin lækkar auðlindarentuna um tíu milljarða og auðlegðarskattinn um átta milljarða. Í næstu viku segist hún ekki geta borgað velferð fátækra vegna gerða fyrri stjórnar! Þetta er náttúrlega út í hött og sýnir blindgötu hinnar pólitísku umræðu. Menn gera bara í hverri viku það, sem þeim þóknast í þeirri viku. Og kenna forverunum í næstu viku á eftir um vandræðin, sem af því hljótast. Ábyrgðarleysið er í boði kjósenda.