Smám saman eru dómsúrskurðir að verða einkamál dómara og dæmdra. Færri úrskurðir verða birtir, þeir verða birtir seinna og þurrkuð verða út nöfn málsaðila. Þetta er niðurstaða Dómstólaráðs, sem virðist stjórna vaxandi leyndó dómsmála. Eins og víðar í kerfinu er stefnt að niðurskurði gegnsæis. Stefnt er minni getu almennings til að fylgjast með því, er gerist í dómsal. Dómarar vilja vera í friði með sín mál og virðast komast upp með það. Með sama framhaldi verður nauðsynlegt að koma upp stjórnmálaafli gegn þessu. Sem reynir að rífa niður girðingar, er ljósfælnir eigendur valdsins strengja.