Skiptastjórn sem herfang

Punktar

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður heldur fram, að Sigurbjörn Þorbergsson skiptastjóri hafi sjálfur tekið 50 milljónir úr 70 milljón króna þrotabúi Þreks ehf. Mér varð hverft við. Veit þó, að skiptastjórn hefur áratugum saman verið talin ein helzta gróðalind lögmanna. Hafa litið á gjaldþrota félög sem sitt eigið herfang fremur en lagalegt úrlausnarefni. Skiptastjórar virðast í rauninni hafa sjálfdæmi um verðmæti vinnu sinnar. Takmörkun græðginnar er óljós og þarfnast sérstakrar innrömmunar af hálfu hins opinbera. Að skiptastjóri taki 70% bús til sín er langt út af kortinu.