Ferðaþjónusta hefur tekið við af sjávarútvegi sem forustugrein atvinnulífs á Íslandi. Vöxtur greinarinnar nemur um 15% á hverju ári. Þar geta Íslendingar framvegis fengið vinnu, hafi þeir hæfni til mannlegra samskipta. Sérstaklega hentar þetta þeim þeim, sem líka vilja vinna heima, og þeim, sem vilja ekki fulla vinnu. Störfin gefa misjafnt af sér eins og gengur og gerist í öðrum greinum. Miklu máli skiptir, að regluverk og eftirlit sé gott og vel sé hugsað um aðgengi að náttúruperlum. Fjárfesting í ferðaþjónustu kostar bara brot af kostnaði við orkuver og stóriðju. Ferðaþjónusta þýðir fulla atvinnu.