Guðlaugur er “galinn”

Punktar

Það er ekki eftirlitsiðnaður, sem er galinn, heldur Guðlaugur Þór sjálfur, sem notar orðið. Skortur á eftirliti með fjármálastofnunum setti Ísland á hvolf 2008. Davíð Oddsson skipaði frjálshyggjutrúða til forstöðu stofnana til að tryggja eftirlitsskort. Trúarbrögðin sögðu markaðinn hafa eftirlit með sjálfum sér. Jónas Fr. Jónsson stýrði fjármálaeftirliti og því fór sem fór. Nú stöndum við andspænis 15% árlegum vexti ferðaþjónustu án nægilegs eftirlits. Oft höfum við séð, að matvælaeftirlitið stendur ekki undir nafni. Við þurfum að herða eftirlitið, en bófaflokkarnir hyggjast skera það niður.