Spila með líf fólks

Punktar

Uppkast ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að fjárlögum ársins 2014 var byggt á þáverandi tekjupóstum. Fyrsta verk ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar var að skera niður tekjupósta. Svo lýgur Bjarni, að fyrra uppkast hafi verið illa fjármagnað. Það er núverandi uppkast en ekki það fyrra, sem er illa fjármagnað. Sigmundur og Davíð töldu sig þurfa að endurgreiða kvótagreifum og öðrum forgangsgreifum fyrir að hafa kostað kosningabaráttu þeirra. Þess vegna er ríkið í vandræðum með brýnustu stofnanir, einkum Landspítalann. Bófaflokkarnir stefna lífi fólks í hættu.