Eitt af undrum veraldar

Punktar

Íslenzka hrunið var ekki bara íslenzkt, heldur olli meira tjóni erlendis. Þess vegna setti fréttaritið Time sjálfan Davíð Oddsson sem einn þeirra, er þyngsta ábyrgð bæri á heimskreppunni. Hrokafulli fúskarinn í Seðlabankanum kom að hruninu á ýmsan hátt. Fyrst einkavinavæddi hann bankana og kom í gang atburðarásinni. Síðan tryggði hann, að fjármálaeftirlitið sinnti alls ekki eftirliti. Hann olli ekki bara hruninu 2008, heldur líka snjóhengjunni, sem nú vofir yfir þjóðinni. Davíð er mara, sem hvílt hefur á þjóðinni í ýmsum myndum í þrjá áratugi og gerir enn. Nú er hann í boði kvótagreifanna.