Sýrlandsstríðið markar þau tímamót í veraldarsögunni, að Bandaríkin eru að losa sig við heimsveldisþrána. Í fyrsta skipti ráða vopnaframleiðendur og aðrir stríðsæsingamenn ekki skoðunum Bandaríkjamanna. Þrír af hverjum fjórum borgurum landsins telja Assad Sýrlandsforseta beita efnavopnum. Samt telja tveir af hverjum þremur, að Bandaríkin eigi að hafna aðild að málinu. Því tvístígur Obama. Bandaríkin eru ekki lengur heimslöggan. Ekki riddaraliðið, sem kemur með lúðraþyt til bjargar í lok kvikmyndarinnar. Fyrir löngu hefur ríkið fyrirgert rétti sínum til slíks og nú er ríkið að viðurkenna stöðuna.