Staurblind sparnaðarnefnd

Punktar

Bændablaðið fæst ókeypis í stórmörkuðum á kostnað ríkisins. Á gullöld ferðaþjónustu afskrifa Bændasamtökin milljarðs lán til Hótel Sögu, einnig á kostnað ríkisins. Bændasamtökin eru rekin af ríkinu í þágu landbúnaðar, sem að hálfu leyti liggur uppi á ríkinu. Haldið þið svo, að sparnaðarnefnd Vigdísar og Guðlaugs taki eftir þessu? Nei, hugmyndir hennar um niðurskurð snúast um annað, niðurskurð eftirlits með bófum og niðurskurð velferðar. Vandræði stjórnarinnar snúast um niðurskurð á ríkistekjum í þágu kvótagreifa og annarra forgangsgreifa, sem kosta kosningabaráttu pólitískra bófaflokka.