Hvað eftir annað kemur í ljós, að lögmenn ráðuneyta geta ekki samið frumvörp til laga. Þau virka mörg ekki eins og til er ætlast. Á alþingi skortir líka lagatækni í að sníða slíka annmarka af lögum. Nýtt dæmi eru gjaldeyrislögin, sem samþykkt voru 2008. Við gerð frumvarpsins hvarf ákvæði um sviptingu starfsréttinda hinna brotlegu. Ákvæðið var í uppkasti Seðlabankans, en hvarf í bankaráðuneyti Björgvins G. Sigurðssonar. Án efa frekar vegna heimsku en vegna ásetnings. Til er hugbúnaður, sem heldur utan um öll afbrigði í þróun lagatexta og Wikipedia-texta. Ríkið þarf að reka lagatækna og kaupa eintak.